top of page

Blóðmerar

Um hesta
Hestar eru gíf­ur­lega næmar og skyni gæddar ver­ur. Þeir upp­lifa til­finn­ingar svo sem hræðslu, kvíða, missi, ein­mana­leika, ánægju, gleði og svo til allar aðrar til­finn­ingar eins og við mann­skepn­an. Hestar læra af reynsl­unni – með því að prófa sig áfram og eru sér­fræð­ingar í að nema hin minnstu smá­at­riði. (Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir) 

Hestar eru miklar félagsverur og hryssur hafa sterkt móðureðli og undir náttúrulegum kringumstæðum gengur folald undir mjólkandi hryssu í allt að 9 mánuði.  
 

Aðbúnaður blóðmera  

Blóðtakan úr fylfullum ("óléttum") hryssum gengur út á það að vinna hormónið PMSG/eCG úr blóði þeirra. Hormónið verður aðeins til í líkamanum á meðan hryssan er með fyli (gengur með folald). Á þessum tímapunkti er hryssan langftast bæði fylfull og að mjólka fyrir annað folald á sama tíma. Hormónið er notað sem frjósemislyf fyrir spendýr í verksmiðjubúskap (þaueldi).

Það eru teknir samtals 40 lítrar af blóði frá fylfullum og oftast mjólkandi merum yfir 8 vikna tímabil, upp í 5 lítra hvert skipti. Miðað við algenga líkamsþyngd íslenskra merar er tekið úr þeim milli 15-20% af blóðmagni þeirra við hverja blóðtöku. Það er langt umfram það sem alþjóðlegar leiðbeinigar um blóðtökur mæla með. Það gefur auga leið að þessu fylgir gríðalegt líkamlegt álag. Til þess að geta framleitt hormónið þurfa hryssurnar að vera fylfullar. Þannig verða árlega til mörg þúsund folöld sem algjör "aukaafurð", en langflest þeirra enda í sláturhúsi um haustið. Enginn markaður er til staðar fyrir folaldakjötið þannig að mest af því fer í gæludýrafóður.  

Líkamlegt álag 

Við blóðtöku hérlendis eru fjarlægðir fimm lítrar af blóði vikulega yfir tveggja mánaða tímabil. Þetta er gert allt að átta sinnum og heildarblóðtaka því samtals 40 lítrar yfir tímabilið. Blóðleysinu fylgir þjáningu. Einkenni eru m.a. hraður hjartsláttur, kuldatilfinning, hungur, þorsti, þreyta, svimi, slappleiki og mæði. Einkenni eru jafnan meiri við hraðan blóðmissi. Ætla má að erfitt sé fyrir fylfulla meri sem folald gengur undir að vinna upp þetta blóðtap. Rétt er að geta þess að holdafar hefur lítið með blóðhag að gera. Það að hryssur séu í eðlilegum holdum segir ekki endilega til um ástand blóðhags. Læknar flokka blæðingarlost í fjóra flokka. Blóðtap upp á 18.5% tilheyrir flokki tvö (15- 30% blóðtap). Hér má búast við að sjá hraðan hjartslátt, aukna öndunartíðni, minnkaðan þvagútskilnað, breytingar á andlegri líðan, kvíða og jafnvel ofkælingu. (Rósa Líf Darradóttir, læknir) 
 

Í vísindagrein “Cardiovascular, Haematological and Biochemical Responses after Large Volume Blood Collection in Horses” eftir Malikides, N.; Hodgson, J.; Rose, R.; Hodgson, D. Vet. J. 2001, er lýsing á því að hestar sem missa mikið blóðmagn (upp að 25% af þeirra blóðmagni) upplifa mörg heilsuvandamál. Hestarnir sýndu marktæk merki um vanlíðan á meðan á blóðsöfnuninni stóð, þar á meðal hraðtakt (tachypnea, tachycardia) svitamyndun á hálsi, þvaglát og hægðir, og hjarta- og öndunartíðni hélst hærri í nokkrar klukkustundir eftir að blóðtökunni var lokið. Höfundar skýra í þessari rannsókn, að þrátt fyrir að sum blóðgildi hafi lagast eftir nokkra daga, hafi það tekið heildarpróteinmagnið og sérstaklega glóbúlínmagnið allt að 31 dag til að ná sér. Þetta virðist benda til þess að stórar og endurteknar blóðtökur umfram þær sem eru ráðlagðar samkvæmt alþjóðlegum leiðbeiningum geti skert ónæmi hrossa, sem gæti einnig haft áhrif á heilsu þeirra og vellíðan.

 

Sálrænt álag 

Hvað ger­ist hjá meri/hesti sem lendir í þeim aðstæðum sem blóð­merar eru settar í? Þær eru reknar inn í þröng­an töku­bás aðskildar frá sínu unga fol­aldi, mýldar (múll settur á) og höfuð reyrt (bundið) upp, síðan er bakstrekkj­ari settur yfir bakið á þeim. Bara það að hún er mýld og höfuð reigt upp veldur hrossum gíf­ur­legri van­líðan og getur valdið algjörri ofsa­hræðslu og mik­illi slysa­hættu. Þessar aðfarir gera þeim ókleift að fara fram, aft­ur, til hliðar eða að prjóna upp. Eina und­an­komu­leiðin er að leggjast, sem er það versta sem flótta­dýr getur hugsað sér til að flýja undan hætt­unni. Það er ekki hægt að útskýra fyrir hest­inum að þetta taki ein­ungis nokkrar mínú­t­ur, hann upp­lifir sig í bráðri lífs­hættu. Oftar en ekki eru blóð­merar lítið eða ótamdar hryssur og upp­lifunin er alger ang­ist/hræðsla og sárs­auki og þær berj­ast um en kom­ast ekki und­an.  Hest­ur­inn eins og öll dýr reynir að forð­ast sárs­auka/hættu. Þegar það er gert ómögu­legt að flýja, byrja þeir oft­ast á að vera æstir og berj­ast um, bíta, slá, reyna að flýja hætt­una/sárs­auk­ann. Þegar þeir finna að sama hvað þeir gera geta þeir ekki kom­ist undan áreit­inu gef­ast þeir upp. Þeir hestar geta farið yfir í það sem kallað er lært hjálp­ar­leysi (e. lear­ned helpless­ness) sem er skil­greint sem and­legt ástand þar sem dýrið/ein­stak­ling­ur­inn lærir að það hefur enga stjórn á óþægi­legum eða skað­legum aðstæð­um. Öll þeirra við­brögð eru til­gangs­laus og þau eru hjálp­ar­laus. Það eru var­an­legar líf­fræði­legar afleið­ingar sem ná mun lengra og dýpra en að geta ekki forð­ast áreitið eða sárs­auk­ann. (Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir)

 

Afstaða SDÍ 

Samtök um dýravelferð gera kröfu um að blóðmeraiðnaðurinn verði bannaður. 

Rétt er að benda á að það eru til mörg önnur gerviefni nú þegar til staðar sem gera vinnslu PMSG/eCG úr hryssum óþarfa. Íslenskir svínabændur nota að eigin sögn ekkert PMSG og árið 2022 ákváðu svissneskir svínabændur að hætta notkun þess. 

Álag á hryssurnar er margþætt, bæði líkamlegt og sálrænt við blóðtökurnar. Þó að blóðmagnið yrði minnkað, væri áfram óásættanlegt álag á þær við blóðtökurnar sjálfar. Blóðtakan er engin blóðgjöf eða sambærileg við að mjólka kýr. Hryssurnar sem eru fylfullar og oftast mjólkandi á sama tíma þurfa á öllu sínu blóði að halda til að viðhalda heilsu sinni og folalda sinna. 

 

Hvað höfum við gert?

Við stofnuðum þverfaglegan vinnuhóp um málefni blóðmera. Í vinnuhópnum sitja dýralæknar, læknar, tamningafólk, siðfræðingur og löglærður aðili.


Fundir hafa verið haldnir með fulltrúum í Matvælaráðuneyti, við matvælaráðherra og Fagráði um velferð dýra. Við funduðum með starfshópi um blóðmerar sem kallaður var til af Svandísi Svavarsdóttur árið 2022. 

Í mars 2022 kvörtuðum við ásamt 17 öðrum dýraverndunarfélögum til ESA (Eftirlitsstofnun EFTA/Surveillance Authority). Við gagnrýndum þá ákvörðun Matvælastofnunnar að blóðhryssurnar eigi ekki lengur að falla undir reglugerð 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Í maí 2023 sendi ESA frá sér tilkynningu að eftirlitsstofnunin tekur undir með okkur að blóðhryssurnar eiga að njóta verndar reglugerðar 460/2017. 

Í maí 2022 kærðum við Matvælastofnun til Matvælaráðuneytis vegna þeirrar ákvörðunnar að fella niður leyfisskyldu Ísteka. Matvælaráðuneytið vísaði kærunni frá en við sendum kvörtun til Umboðmanns Alþingis vegna frávísunar ráðuneytisins. 

Við höfumeinnig ítrekað skrifað umsagnir við lagafrumvörp sem snúast að blóðmerum. 

Samtökin sendu erindi til Ríkisendurskoðunnar og kvörtuðu undan eftirliti Mast við blóðmeraiðnaðinn og almennu búfjáreftirliti. 

 

Við stöndum fyrir vitundarvakningu um blóðmerariðnaðinn, bæði hér á Íslandi og erlendis, t.d. með að halda FEIF - International Federation of Icelandic Horse Associations upplýstu um stöðu mála á Íslandi. 

Fjöldi greina um blóðmerahald hafa verið skrifaðar af stjórn SDÍ og fulltrúm vinnuhópsins um blóðmerar. Þar höfum við rýnt í ýmis mál eins og blóðbúskap hryssanna, lagaumgjörðina en einnig stöðu bænda gagnvart Ísteka. 

 

Við erum reglulega í samskiptum / samvinnu við erlend dýraverndunarfélög á borð við Tierschutzbund Zürich, Animal Welfare Foundation og Doctors against Animal Experiments og fleiri um málefni blóðhryssanna. 
 

Lög og reglulgerðir

900/2022 – Reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum. (island.is)

910/2014 – Reglugerð um velferð hrossa. (island.is)

55/2013: Lög um velferð dýra | Lög | Alþingi (althingi.is)

 

Aukaefni / linkar
Myndband TSB 1: 

https://www.youtube.com/watch?v=SkHP65O4RUg
 

Myndband TSB 2: 

https://www.youtube.com/watch?v=VwVvVpnBLPY
 

Skýrsla starfshóps:
https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/MAR/Fylgiskjol/Sk%C3%BDrsla%20starfsh%C3%B3ps%20um%20bl%C3%B3%C3%B0t%C3%B6ku%20%C3%BAr%20fylfullum%20hryssum%20%20010622.pdf
 

ESA álit
https://www.eftasurv.int/newsroom/updates/iceland-breach-eea-rules-protection-animals-used-scientific-purposes-regards-blood


Greinar í fjölmiðlum um ESA álitið: 

https://heimildin.is/grein/17842/um-blodtoku-ur-fylfullum-hryssum-og-verndun-dyra-sem-notud-eru-i-visindaskyni/?fbclid=IwAR3Ur3wTgIPwdsPCLfAc6srWdsEccgRnV1gjEcuaQvVDygihaOPgP-j4fyI

 

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-05-11-segir-nidurstoduna-afellisdom-yfir-grutmattlausri-stjornsyslu?fbclid=IwAR2R_X_FoLU20YIFwwyeTq1TnU6mGaW4pKhx2WXs1DjUBb5fTbwDXX-PW-Y

 

https://www.visir.is/g/20232413252d/a-fellis-domur-esa-og-blod-merar?fbclid=IwAR32u7pMWW4BB7hrJnBZnl8CQPG70ONGqZxmL0BEvXSzaDq2L2U6cB-JHkY

 

Greinar um fjölmiðlum um blóðhag hryssanna: 

https://www.visir.is/g/20212196811d 

 

https://kjarninn.is/skodun/akall-isteka-um-faerri-maelingar-vid-blodtoku/?utm_content=buffer31ad9&utm_medium=social&utm_source=facebook.com&utm_campaign=buffer&fbclid=IwAR3YXBxWJRMK196BURlfz0eX04zop4_ZgatsSDqLCVUN7Aor5A4YKkPeA2s

 

https://kjarninn.is/skodun/meint-ahrif-reglugerdar-eiga-ekki-vid-rok-ad-stydjast/

 

https://kjarninn.is/skodun/enn-um-hag-og-heilsu-fylfullra-hryssa-sem-saeta-blodtoku/

 

https://kjarninn.is/skodun/opid-bref-um-blodmerahald/

 

Greinar um siðferði blóðmerahalds: 

https://www.visir.is/g/20212202715d?fbclid=IwAR3ZqcwA3rt0EV-bsnO67iVRaGkW_tVUhXWSyeWuwRP4ki9jc_PlmUDOgMs

 

Greinar um sálrænt álag á blóðmerar 

Í þágu hestsins (kjarninn.is)

 

Greinar um Ísteka og fullyrðinga þess: 

https://www.visir.is/g/20222279174d?fbclid=IwAR3g5n8qhyktW6xlfYkO8-5V4zLhEPvw4UDVaYMi2KBGRCTOrkjEhtMw3ow

 

https://www.visir.is/g/20222339643d/segir-is-teka-starfa-i-skugganum-med-graedgina-ad-leidar-ljosi

 

https://www.visir.is/g/20222341972d/rangfaerslur-isteka

 

https://www.visir.is/g/20222223467d/blodpeningar

Aðrar greinar um blóðmerahald: 

https://www.visir.is/g/20212187803d/fordaema-illa-medferd-a-blodmerum

 

https://www.visir.is/g/20222224643d/blodmerar-og-imynd-islands

 

https://www.aerzte-gegen-tierversuche.de/de/news/illegale-tierversuche-mit-blutstuten

https://www.tierschutzbund-zuerich.ch/stopp-fuer-qualhormon-pmsg

 

https://www.change.org/p/umhverfisstofnun-b%C3%B6nnum-bl%C3%B3%C3%B0merahald-%C3%A1-%C3%ADslandi

https://www.thepetitionsite.com/404/965/528/?z00m&fs=e&s=cl&fbclid=IwAR2NwuAx216pwqc2WIplwYxy5xFeA7kwIfGIpCCYp1eflvpK8J97EPpFeYs


https://www.change.org/p/%C3%ADsland-st%C3%B6%C3%B0vi%C3%B0-bl%C3%B3%C3%B0t%C3%B6ku-fylfullra-hryssa-%C3%AD-i%C3%B0na%C3%B0arskyni?utm_source=share_petition&utm_medium=custom_url&recruited_by_id=0cbb6bc0-f61c-11ed-995d-1119450f7499

 

https://www.change.org/p/iceland-put-an-end-to-the-horse-blood-business-support-the-petition-now

https://www.change.org/p/bundesregierung-stoppt-den-handel-mit-stutenblut

https://secure.avaaz.org/campaign/de/horse_blood_loc/

 

Hvað getur þú gert?

Það er heilmargt sem þú getur gert til að leggja blóðmerum lið!

  • Þú getur sent tölvupóst á matvælaráðherra og hvatt hana til að beita sér í málinu. 

  • Þú getur deilt upplýsingum um blóðmerar og aðstæður þeirra á þína samfélagsmiðla.
     

  • Skorað á þingmenn og ráðherra að láta til sín taka í málaflokknum.

https://www.althingi.is/thingmenn/thingmenn/netfong-og-simanumer/


 

bottom of page