Fréttir af störfum félagsins
3. nóv. 2023
Umsögn SDÍ varðandi uppbyggingu og umgjörð lagareldis - Stefna til ársins 2040
Samtök um dýravelferð á Íslandi skora á matvælaráðherra að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum sem allra fyrst. Við köllum eftir trúverðugri áætlun sem miðar að því að banna alfarið laxeldi í sjókvíum hér við land. Samtökin lýsa yfir þungum áhyggjum af því dýraníði sem fellst í laxeldi sem flokkast sem þauleldi og sérstaklega eldi í opnum sjókvíum.
24. maí 2023
Fundur með Matvælaráðuneyti vegna ESA álits
Samtök um dýravelferð áttu fund með fulltrúum Matvælaráðuneytis þriðjudaginn 23. maí. Efni fundarins var að reifa afstöðu ráðuneytisins til niðurstöðu ESA álitsins og ítreka þá kröfu að blóðmerahaldi verði hætt, enda ljóst að iðjan stangast á við gildandi lög og reglur.
9. maí 2023
Yfirlýsing: Stöðvið hvalveiðar strax
Við krefjumst þess að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur banni hvalveiðar fyrir fullt og allt. Í nýútkominni skýrslu MAST „Eftirlitsskýrsla- Velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022” kemur fram að veiðiaðferðir Hvals hf. leiði til hryllilegra og langdreginna dauðastríða hvala; aðferðirnar stríða gegn lögum um velferð dýra svo ekki verði um villst.
16. mar. 2023
Félagafundur / kynning í Norræna húsinu 16. mars 2023
Hér má skoða kynningu frá félagafundi 16. mars. Kynnt var stjórn / stofnfélagar, starf félagsins fyrsta starfsárið, vinna í þágu blóðmera, staða dýravelferðar á Íslandi ("svarti listinn") og vitundarvakningarherferðir um svín í desember og loðdýr í mars.
3. mar. 2023
Minkamars - Áskorun til stjórnvalda að banna loðdýraeldi á Íslandi
Nú í marsmánuði standa Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) fyrir vitundarvakningu um loðdýraeldi á Íslandi. Samtökin vilja með því vekja almenning til vitundar um þessa iðju og skora á stjórnvöld að setja bann við loðdýraeldi. Íslensk stjórnvöld færu þá að dæmi 22 Evrópuríkja sem hafa bannað loðdýreldi þar sem það samrýmist ekki lögum um velferð dýra í Evrópu.
1. des. 2022
Styður þú verksmiðjubúskap þessi jól?
Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínarækt. Áætlunin er að nota desembermánuð í að vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til þess að sleppa hamborgarhryggnum þessi jól.