Stjórn
Birta Flókadóttir
Rýmishönnuður / markaðsráðgjafi.
B.Sc. tölvunarfræði / MBA viðskiptafræði.
Náttúrubarn og dýravinur, uppalin í sveit.
Bý með hestum, kisum og kanínum.
Vil berjast fyrir aukinni virðingu og bættri framkomu mannfólks við aðrar dýrategundir.
Ein af stofnendum / í stjórn frá upphafi.
Björn M. Sigurjónsson
Lektor við Dania Business Academy í Randers á Jótlandi.
B.Sc. próf frá HÍ, MPhil frá Strathclyde og ML próf frá HR.
Ólst upp við sveitastörf í Skagafirði, hestamennsku og almennt húsdýra- og gæludýrahald. Bý á 200 ára gömlum sveitabæ í útjaðri skógar við vestuströnd Jótlands, með köttum og hænsnum. Rækta lífrænt grænmeti á litlum skika til eigin neyslu og er eindreginn andstæðingur dýraníðs en sérstaklega blóðmerahalds, loðdýraeldis og hvaladráps.
Einn af stofnendum / í stjórn frá upphafi.
Rósa Líf Darradóttir
Læknir / M.D.
Hef ávallt haft áhuga á dýrum, náttúru og vísindum. Hugsjón mín er að bæta lífsgæði þeirra dýra sem deila með okkur þessari jörð. Íslendingar borða of mikið af dýraafurðum og krafa samfélagsins fyrir ódýru kjöti er of hávær. Velferð dýra er því fórnað til þess að lágmarka kostnað við framleiðslu. Þessu verðum við að breyta.
Ein af stofnendum / í stjórn frá upphafi.
Harpa Kristbergsdóttir
Texti væntanlegur.
Í stjórn frá 2024.