top of page
Mink-TheDenverPost.jpg

Loðdýr

Um minka
Minkar eru gæddir miklum klifur- og sundhæfileikum. Það er mikil leikgleði í þeim. Minkar eru snjallir og forvitnir. Líkt og kettir þá mala minkar þegar þeim líður vel. Minkum er eðlislægt að synda í vatni. Þeir eru meira að segja með sundfit á milli tánna! Rannsókn sýnir að þegar þeir hafa ekki aðgang að vatni til að busla í veldur álíka streitu og þegar þeim er að neitað um fæðu.
 

Minkar í loðdýraiðnaði
Minkar eru ræktaðir fyrir feld sinn í 9 loðdýrabúum hérlendis. Iðnaðurinn hefur verið rekinn með tapi um árabil, en hefur fengið ríkisstyrki, t.d. var iðnaðurinn styrktur um 160 milljónir af almannafé á árunum 2020-2021.
 

Minkar eru haldnir í búrum úr vírneti sem eru 30x70 cm að stærð. Aflífunin fer fram í loftþéttum kassa sem þeim er troðið í og gasi er hleypt á. Það tekur allt að 60 sekúndur uns hvolparnir missa meðvitund, og drepast eftir 5 mínútur þegar kolmonoxíð mettunin hefur eytt súrefninu úr hjarta og heila. Þessar fyrstu 60 sekúndur eru afar kvalafullar fyrir hvolpana en gasið veldur sviða og hægri köfnun.

Loðdýraeldi er andstætt öllum sjónarmiðum um dýravelferð, þarf fé skattborgara til að ná endum saman, er vafasamt frá umhverfisverndarsjónarmiði og hefur enga þýðingu fyrir byggðastefnu eða landbúnað.
 

Loðdýraeldi er á undanhaldi. Austurríki, Belgía, Bosnía, Króatía, Tékkland, Eistland, Frakkland, Ítalía, Írland, Lettland, Lúxemborg, Malta, Noregur, Holland, Makedónía, Serbía, Slóvakía, Slóvenía, Bretland, Sviss og Þýskaland hafa bannað loðdýraeldi. Búlgaría hefur sett bann við minkaeldi sem er þrætt fyrir dómstólum. Danmörk hefur sett svo ströng skilyrði að ekki er fýsilegt að hefja loðdýraeldi aftur eftir Covid faraldur.


Það er augljóst hvert stefnir. Stjórnvöld í hverju ríkinu á fætur öðru setja bann við loðdýraeldi af tveimur ástæðum, iðjan samræmist ekki lögum og sjónarmiðum um dýravelferð, og reksturinn er svo ótryggur að til þess hann beri sig þarf skattfé almennings að bæta upp viðvarandi tap í greininni.


Afstaða SDÍ
Við viljum að loðdýrahald verði lagt niður.
Minkaeldi á Íslandi stangast á við dýravelferð og þrífst ekki án þess að framlög af skattfé almennings komi til. Það er því einboðið að stjórnvöld setji fram áætlun um að leggja niður loðdýraeldi á Íslandi.

Ísland færi þá að dæmi 22 Evrópuríkja sem hafa bannað loðdýreldi þar sem það samrýmist ekki lögum um velferð dýra.
 

Hvað höfum við gert?

Í mars 2023 stóð SDÍ fyrir "minkamars", herferð/vitundarvakningu um minka og aðbúnað þeirra í loðdýraiðnaði á Íslandi. Herferðin samanstóð af fræðandi auglýsingum á samfélagsmiðlum, greinaskrifum, útvarpsviðtölum og undirskriftarsöfnun til stuðnings banni við loðdýraeldi.
 

Hvað getur þú gert?
Það er heilmargt sem þú getur gert til að leggja loðdýrum lið!
 

  • Skrifað undir undirskriftarlistann!

  • Hætt að kaupa fatnað með ekta loðfeldi

  • Skorað á þingmenn og ráðherra að láta til sín taka í málaflokknum

  • Skora á Cintamani að hætta að framleiða fatnað með loðfeldi á krögum

  • Deilt fræðsluefni til að vekja athygli fólks á málefninu og eiga umræður
     

  • Netfang matvælaráðherra er svandiss@althingi.is

  • Netfang matvælaráðuneytis er mar@mar.is

  • Netföng og símanúmer þingmanna eru hér!

  • Netfang Cintamani er sala@cintamani.is



Fréttir / greinar
 

Undirskriftasöfnun.jpeg
Minkar collage.png
bottom of page